Sjótækni: Sif Huld ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri

Sif Huld Albertsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Sjótækni.

Sif Huld Albertsdóttir hefur verið ráðin aðstoðar-framkvæmdastjóri hjá Sjótækni ehf.    Framkvæmdastjóri,  stofnandi og annar af tveimur eigendum fyrirtækisins er  ísfirðingurinn Kjartan Jakob Hauksson.

Sif Huld er með mastersgráðu í forystu og stjórnun með áherslu á verkefnastjórnun sem mun nýtast vel við uppbyggingu þessa ört vaxandi fyrirtækis. 

Hún mun meðal annars hafa umsjón með  gæða, umhverfis og öryggismálum  innan fyrirtækisins auk mannauðsmála ásamt öðrum tilfallandi verkefnum. 

Sif Huld hefur þegar hafið störf hjá Sjótækni.

Kjartan Hauksson segir að Sjótækni sé gott dæmi þess hvernig fiskeldi á Íslandi skapar tækifæri fyrir innlend þjónustufyrirtæki til að vaxa og dafna til stuðnings greininni. Mikilvægt er að byggja upp þekkingu og reynslu hér innanlands en ekki síst til að skapa tækifæri fyrir einstaklinga og fjölskyldur til að setjast að þar sem hjartað slær í fiskeldi ásamt því að starfa við ört vaxandi og umhverfisvæna matvælaframleiðslu.

DEILA