Leikfélag Flateyrar er að setja upp sína fyrstu sýningu í tæpan áratug, leikritið Hassið hennar mömmu eftir Dario Fo í leikstjórn Elfars Loga Hannessonar.
Hér er á ferðinni skopleikur af bestu gerð sem bætir hressir og kætir, tilvalinn til að kitla hláturtaugarnar yfir páskana.
Sýningin er fyrsta uppfærsla Leikfélags Flateyrar síðan 2013 og er leikhópurinn er skipaður ungum og efnilegum íbúum á Flateyri. Leikstjóri er Elfar Logi Hannesson.
Frumsýning: 5. apríl kl. 20:00
2. sýning: 6. apríl kl. 16:00
3. sýning: 6. apríl kl. 20:00
4. sýning: 7. apríl kl. 16:00
Leikritið er sýnt í Samkomuhúsinu á Flateyri og fer miðasala fram á Tix.is.