Vörumessa Ungra frumkvöðla verður haldin 27. mars kl. 12-17 með formlegri opnun kl. 12:20 í Vestfjarðarstofu, boði verður upp á léttar veitingar. Gestum gefst tækifæri á að kynna sér nýsköpunarhugmyndir nemenda í áfanganum Hugmyndir og nýsköpun en nemendur verða með til sölu vörur sem og kynna frumgerðir. Vörumessan er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vestfjarða.
Verið öll velkomin
Fyrirtækin: ALMA Árís Fjörður Skipti hjálp Fructus aroma ISL ljós JGG clothing Poddi Slétt og brugðið Skurðarbretti | Rafræn kynning Dósateus Gervigreindar bloggið Lilja útgáfa Máttur ehf. MommyPot Svanlind |
Nánar um verkefnið
Á vörumessu Ungra frumkvöðla stofna nemendur og reka eigið fyrirtæki auk þess að vinna að nýsköpunarhugmynd sem miðar að því að efla skilning þeirra á nýsköpun. Framkvæmdin er höfð eins raunveruleg og kostur er.
Á uppskeruhátíð sem haldin er ár hvert velur dómnefnd sigurvegara í ýmsum flokkum. Það fyrirtæki sem hlýtur titilinn „fyrirtæki ársins“ tekur þátt í Evrópukeppni ungra frumkvöðla – GEN_E
Mentorar úr viðskiptalífinu aðstoða og veita nemendum leiðsögn með fyrirtækið sitt.
Markmiðið er:
- að efla skilning og þekkingu nemenda á því hvernig fyrirtæki eru skipulögð og rekin
- að kynna ólíkan starfsvettvang og undirstöðuatriði þess að taka þátt í atvinnulífi
- að þróa skilning nemenda á lögmálum efnahagslífsins sem hafa áhrif á ákvarðanatöku og rekstur fyrirtækja
- að hlúa að jákvæðum samskiptum á milli nemenda og fólks/fyrirtækja í atvinnulífinu
Nemendur læra og framkvæma:
- þróun viðskiptahugmyndar
- að sækja um og ráða í stöður í eigin fyrirtæki
- gerð viðskiptaáætlunar, markmiðasetningu, markaðsmál, fjármál og starfmannamál
- að fjármagna eigin rekstur með sölu hlutabréfa
um siðferði, samvinnu, jákvæð samskipti, stjórnun, ábyrgð og ákvarðanatöku