Dagana 20.-24. mars munu 2. árs nemendur úr leikara- og samtímadansnámi við sviðslistadeild Listaháskóla Íslands heimsækja Þingeyri.
Á meðan á dvölinni stendur munu nemendur vinna að stuttum einleikjum undir handleiðslu kennaranna Halldóru Geirharðsdóttur og Péturs Ármannssonar.
Hver nemandi flytur 5-6 mín leik-dans verk sem hann hefur valið eða samið.
Áskorun þeirra felst í því að þau mega ekki styðjast við neina hljóðmynd, engar ljósabreytingar, aðeins einn búningur er leyfður og einn leikmunur.
Áhorfendur munu sjá 21 útgáfu af því hvernig hægt er að vera skapandi innan þessa þrönga ramma.
Einleikirnir verða sýndir í Félagsheimilinu á Þingeyri föstudaginn 24. mars kl. 17:00-20:00.
Aðgangur er ókeypis.