Mikið ryk er í Bolungavíkurgöngum og töluvert mistur eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin var í göngunum fyrir nokkrum dögum. Kristinn Lyngmó, Ísafirði, deildarstjóri þjónustudeildar Vegagerðarinnar á vestanverðu landinu segir að göngn verði þvegin og hreinsuð strax og veðurfar leyfir, en ekki þýðir að gera það meðan frost og kuldi er eins og verið hefur.
Kristinn segir að það sé komið á framkvæmdaáætlun í fyrirsjáanlegri framtíð að steypa axlirnar út við gangavegginn báðum megin, en það sé dýr framkvæmd og næst í verkefnaröðinni hvað það varðar séu göngin í gegnum Almannaskarð við Hornafjörð. Nyjustu jarðgöngin, Dýrafjarðargöng voru hins vegar gerð þannig að vegaxlirnar voru steyptar og því er þetta vandamál ekki til staðar þar.