Eldsneytið langdýrast á Íslandi

Samkvæmt samanburði á eldsneytisverði í 37 Evrópulöndum þá njóta Íslendingar þess vafasama heiðurs að borga hæsta bensín- og dísilverð í Evrópu. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Félags íslenskra bifreiðaeigenda

Bensínlítrinn á Íslandi er 20 krónum yfir lítraverðinu í Noregi þar sem verðið er næst hæst. Íbúar í 6 löndum borga undri 200 krónum fyrir lítrann.

Dísillítrinn á Íslandi er rúmlega 18 krónum yfir þeim næstdýrasta í Svíþjóð og 54 krónum dýrari en í Noregi.

Samanburðurinn nær yfir meðalverð á bensín- og dísillítra í löndunum þann 6. mars 2023. Verðin eru uppreiknuð með skráðu viðmiðunargengi Evru hjá Seðlabanka Íslands.

Þetta óvenju háa eldsneytisverð hér á landi er fyrst og fremst vegna mikillar skattheimtu og allt of hárrar álagningar íslensku olíufélaganna.

DEILA