Íbúaþing í Árneshreppi

Frá Árneshreppi

Íbúaþing verður haldið í Árneshreppi dagana 12. og 13. júní. Þingið verður haldið í félagsheimilinu í Árnesi og er ætlað fyrir íbúa og þá sem eiga rætur eða dvelja hluta úr ári í byggðarlaginu. Hægt er að koma báða dagana eða í styttri tíma, en ekki þarf að skrá þátttöku.

Íbúaþingið er vettvangur til að ræða málefni sem skipta íbúa Árneshrepps máli og leita leiða til að renna styrkari stoðum undir byggðina. Þátttakendur sjálfir móta dagskrána, en m.a. verður rædd endurnýjun umsóknar sveitarfélagsins um þátttöku í verkefninu „Brothættar byggðir“ hjá Byggðastofnun.

Dagskrá íbúaþingsins er svohljóðandi:

Mánudaginn 12. júní kl. 16.30 – 21.30: Hugmyndavinna

Þriðjudaginn 13. júní kl. 13.00 – 16.00: Forgangsröðun

Boðið verður upp á kjötsúpu um kvöldmatarleytið á mánudeginum og kaffiveitingar að þingi loknu á þriðjudeginum.

Það er Ildi ehf. sem heldur utan um skipulagningu fundarins, en fundarstjóri er Sigurborg Kr. Hannesdóttir.

Íbúaþingið er haldið af Árneshreppi, Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Byggðastofnun.

DEILA