Tangi verður sjálfstæður leikskóli

Bæjarstjórn hefur samþykkt tillögu fræðslunefndar um að leikskóladeildin Tangi á Ísafirði, sem tilheyrt hefur leikskólanum Sólborg, verði sjálfstæður leikskóli fyrir fimm ára börn.

Leikskóladeildin Tangi hefur undanfarin sex ár verið rekin undir leikskólanum Sólborg, þó ekki í sama húsnæði, en Tangi er í kjallara á Austurvegi 11. Þar sameinast öll fimm ára börn á Ísafirði og Hnífsdal í eina deild síðasta árið áður en þau byrja í grunnskóla. 

Að mati stjórnenda er Tangi vel mannaður og starfsólk tilbúið að stíga þau skref sem þarf til að verða sjálfstæður leikskóli.

 Í heildina kostar þessi breyting um það bil 130.000 kr. á ári.

DEILA