Föstudaginn 3. mars mun Pierre-Olivier Fontaine flytja erindið „Aquaponic as a food security tool in the Saloum Delta“ í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða.
Aquaponic er hugtak sem nær yfir hringrásarferli þar sem sem ræktun fiska og gróðurs styður hvort annað og er einnig nýtt til að auka fæðuöryggi á Saloum Deltasvæðinu í Senegal, í Afríku.
Saloum Delta er vatnasvæði í Senegal sem hefur verið á heimsminjaskrá síðan 2011. Þar hefur skógareyðing, hækkun sjávarborðs og athafnir manna leitt til söltunar jarðvegs, sem eykur enn frekar fæðuóöryggi á svæðinu sem þegar glímir við mikla einangrun og fátækt.
Nú hefur kanadískum tækniháskóla hlotist styrkur frá þarlendum aðilum til að fjármagna hönnun og uppsetningu hringrásakerfis og rækturnaraðstöðu sem leitast við að rækta grænmeti með aðstoð afrísks steinbíts í algerlega sjálfstæðri stöð sem notar umhverfisvæna orkugjafa eins og lífmetan og sólarorku. Áætlanir gera ráð fyrir því að þessi tilraunastöð verði fyrirmynd fjölda annarra ræktunarstöðva sem hægt er að setja upp í þorpum á svæðinu. Stöðvar af þessu tagi eru ekki bara hannaðar til að auka fæðuframboð á fiski og grænmeti heldur er þetta tækifærir fyrir atvinnulausar konur á svæðinu því þær geta sótt nám sem gefur þeim réttindi sem vatnatæknir eða rekstraraðila sem gefur þeim svo tækifæri á að leiða sambærileg verkefni. Þetta verkefni stiður því ekki bara við aukið fæðuöryggi heldur er einnig atvinnuskapandi á svæði þar sem atvinnutækifæri eru ekki á hverju strái.
Pierre-Olivier Fontaine er rannsókna-kennari við Quebec National School of Aquaculture and Fisheries (ÉPAQ). Hann lærði líffræði við háskólann í Laval í Quebec og lauk meistaragráðu í Haf- og strandsvæðastjórnun frá Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði. Frá árinu 2016 hefur hann starfað sem kennari í fiskeldi og sjávarútvegi og hans helstu rannsóknir fjalla um vatnafræði, lindýra- og þangsamrækt og alþjóðlegt samstarf.
Vísindaportið er opið öllum og hefst stundvíslega klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða á 2. hæð.