Grunnskóli: rekstrarkostn pr nem nærri fimmfalt hærri á Flateyri en á Ísafirði

Fram kemur í minnisblaði sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar að rekstrarkostnaður pr nemanda á Flateyri var árið 2021 10,1 m.kr. sem er um 26% hærra en meðaltal kostnaðar í skólum með 1 – 20 nemendur. Þar voru aðeins 6 nemendur. Sambærilegar aðstæður voru á Drangsnesi , nemendur 7 , og þar var kostnaðurinn pr nemanda 8.4 m.kr. sem er 5% yfir landsmeðaltalinu fyrir svo fámenna skóla.

Grunnskólarnir á Þingeyri og á Suðureyri voru báðir töluvert undir meðaltalskostnaði pr nem fyrir skóla með 21-50 nemendur og Grunnskóli Ísafjarðar var rétt undir meðaltali skóla 300-400 með nemendur.

Úr minnisblaði sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs.

Í skýringum kemur fram að í kostnaðartölum Grunnskólans í Önundarfirði (GÖ) er 0,4 stöðugildi sem tilheyrir dægradvöl á Flateyri sem skekkir örlítið myndina. Enginn skólaakstur er inn í rekstri GÖ. Árið 2021 var ákveðið að hætta samrekstri á GÖ og leikskólanum Grænagarði en sami skólastjóri var yfir báðum skólum. Það reyndist ekki dýrara kostur fyrir Ísafjarðarbæ að hafa sitthvorn skólastjórann á Flateyri.

Nemendum hefur fækkað við Grunnskóla Önundarfjarðar frá 2018 úr 16 í 6 eins og sjá má af eftirfarandi mynd úr minnisblaðinu. Nemendafjöldinn hefur hins vegar verið stöðugur á Suðureyri og á Þingeyri.

Hér sést að kostn pr nem hækkar með fækkandi nemendum.

DEILA