Björgunarsveitin Tindar í Hnífsdal tók sig til í lok maí og gerð litla umferðakönnun í Hnífsdal. Frá klukkan 7:00- 8:30 fylgdust þeir með gatnamótum Bakkavegs og Garðavegs en stöðvunarskylda er á Bakkavegi. Á þessum 30 mínútum óku 21 ökumaður yfir gatnamótin og enginn þeirra virti stöðvunarskyldu. Þetta kemur fram á facebooksíðu björgunarsveitarinnar.
Sekt fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu er sú sama og að fara yfir á rauðu ljósi 15.000 kr og 2 punktar í ökuferilskránna, Svo ekki sé minnst á hættuna fyrir gangandi vegfarendur og þó nokkuð er af börnum á leið í strætó á þessum tíma.