Frönsk kvikmyndahátíð á Ísafirði

Franska kvikmyndahátíðin 2023 fer fram á Ísafirði dagana 24. – 26. febrúar í Ísafjarðarbíói.

Nánari kynningu á myndunum má finna á Facebook-viðburði hátíðarinnar og á síðum Ísafjarðarbíós.   Á dagskránni eru m.a. ádeilu- og gamanmyndin FINA CUT og teiknimynd fyrir alla fjölskylduna CHIEN POURRI / ÓÞEFUR.

Seldir verða hátíðarpassar á kr. 2500 sem gilda á allar myndirnar á hátíðinni. Einnig verður hægt að kaupa miða á stakar sýningar.

Dagskrá hátíðarinnar:

Föstudagur 24.2 kl. 20:00 = FINAL CUT
Hátíðin opnuð og léttar veitingar í boði

Laugardagur 25.2 kl. 17:00 = UN BEAU MATIN
Laugardagur 25.2 kl. 20:00 = GRAND MARIN

Sunnudagur 26.2 kl. 15:00 = CHIEN POURRI / ÓÞEFUR

Franska kvikmyndahátíðin er haldin í samstarfi við Ísafjarðarbíó, Franska sendiráðið, Alliance Francaise, og Bíó Paradís.
Fulltrúi franska sendiráðsins opnar hátíðina og boðið verður uppá léttar veitingar.

DEILA