Mikill eldur er í 5000 fermetra nýbyggingingu Arctic Fish í Norður Botni á Tálknafirði. Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar var á Dynjandisheiði áðan á leið vestur og sagði að svo virtist að um altjón væri að ræða á byggingunni. Verið væri að verja önnur hús þar sem seiðin eru alin. Slökkvilið eru komin á staðinn og björgunarstarf hafið. Ekki hefur orðið slys á fólki en tveir voru fluttir til aðhlynningar.
Framkvæmdir við stækkun stöðvarinnar hafa staðið yfir og átti að vera lokið nú í júní. Kostnaður er áætlaður um 4 miljarðar króna.