Þingflokkur Framsóknar er hefur skipulagt viðamikla fundaröð í kjördæmaviku, sem stendur yfir á Alþingi þessa vikuna. Í fréttatilkynningu frá flokknum segir að opnir fundir Framsóknar verði um land allt.
„Þingflokknum er mikilvægt að ná að nálgast og hlusta á raddir kjósenda, ekki aðeins á fjögurra ára fresti, heldur með reglubundnum hætti. Þannig byggjum við okkur öllum samfélag sem við erum stolt af, tryggja fólki góð lífskjör og treysta búsetu í landinu. Það er og verður meginverkefni okkar í þingflokki Framsóknar nú sem endranær.“
Á Vestfjörðum verða tveir fundir. Í kvöld verður fundur í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og hefst hann kl 20:30.
Á fimmtudaginn kl 12 verða þingmenn og ráðherra á Patreksfirði á Vestur restaurant.
Það eru þau Halla Signý Kristjánsdóttir, Þórarinn Pétursson og Ásmundur Einar Daðason sem verða á ferðinni.