Kerecis: Veltan 8% af útflutnings-verðmætum þorskveiða Íslands

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) birtu í síðustu viku upplýsingar um útflutningsverðmæti þorskafurða á árinu 2022 og voru þau 141 milljarðar króna. Skv. upplýsingum Bæjarins besta voru heildartekjur Kerecis 11.5 milljarðar á sama tímabili. Verðmæti framleiðslu Kerecis, sem öll fer fram á Ísafirði, samsvara því 8,15% af útflutningsverðmætunum þorskveiða Íslands. Skv. upplýsingum frá SFS eru sölutölur Kerecis ekki hluti af milljörðunum 141 heldur bætast þeir við upphæðina og hækka heildarverðmætin í 152.5 milljarða.

Bæjarins besta hafði samband við Guðmund Fertram stofnanda og forstjóra Kerecis og spurði um áætlaðar sölutölur ársins 2023. Skv. upplýsingum frá honum er gert ráð fyrir að sölutölur 2023 verði á milli 15 og 18 milljarða króna og gerir hann ráð fyrir að hlutfall Kerecis af aflaverðmætunum fari yfir 10% ár árinu.

BB birti í fyrra frétt [ https://www.bb.is/2022/10/kerecis-tekjur-10-milljardar-kr-i-fyrra/ ] þar sem fram kom að velta Kerecis á 2021 hafi verið vel yfir heildartekjum allra sjávarútvegsfyrirtækja á Vestjörðum og skv. ofangreindum upplýsingum um veltu Kerecis á árinu 2022 er líklegt að forskot Kerecis á tekjur hefðbundinna verðmætasköpunar af þorskveiðum hafi enn aukist á milli ára.

DEILA