Á föstudaginn voru nemendargarðarnir á Flateyri til sýnis af því tilefni að byggingarnar eru orðnar fokheldar og verkinu miðar vel áfram. Fjölmargir lögðu leið sína í Hafnarstrætið til þess að skoða húsin þar sem Jón Grétar Magnússon, byggingarstjóri sýndi gestum húsakynnin. Formaður byggingarnefndar er Egill Ólafsson.
Runólfur Ágústsson, stjórnarformaður Lýðskólans á Flateyri sagði í samtali við Bæjarins besta að húsi væru orðin fokheld, komið rafmagn, gluggar og gler og einangrun. Í næstu viku yrði byrjað að mála og sparsla. Eftir tvær vikur væri von á klæðingu sem yrðu sett utan á. Væti um að ræða koparbrúnar álplötur klæddar utan á. Áformað væri að taka húsin í notkun 1. júní næstkomandi. Alls verða 14 íbúðir fyrir nemendur Lýðskólans í tveimur húsum.
Runólfur sagði að mikið hefði verið lagt í hönnun húsanna og gætt að því að þau féllu vel að götumyndinni. Byggt væri á lóð sem var í eigu Kaupfélags Önfirðinga og væri hannað í staðaranda eyrarinnar. Hönnuður er Yrkja arkitektar.
Byggingarkostnaður er um 300 m.kr. Runólfur sagði að kostnaður væri innan áætlunar og ljóst væri að húsaleigu yrði stillt í hólf enda um að ræða non profit verkefni. Bæði ríki og Ísafjarðarbær leggja fram stofnframlag og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun mun veita langtímalán sem verður svo greitt niður með húsaleigu.