Söngleikurinn Vondar stelpur er byggður á kvikmyndinni Mean Girls sem kom út árið 2004.
Cady er unglingsstúlka sem flytur frá Afríku til Bandaríkjanna til þess að stunda í fyrsta skipti nám í alvöru skóla. Hún eignast fljótlega vini sem fá hana með sér í hefndarverkefni þar sem aðal gellurnar í skólanum bjóða henni að vera hluti af hópnum.
Það er Halldóra Jónasdsóttir sem á veg og vanda að sýningunni en hún hefur á undanförnum árum látið mjög að sér kveða í leiklist með ungu fólki.
Æfingar hafa staðið yfir allan janúar og 20 krakkar á aldrinum 12 – 15 ára leika á sviðinu. Svo eru þrír aðstoðarmenn á aldrinum 10 – 11 ára.
Frumsýning er í dag kl. 19:00 og síðan á föstudag kl. 19:00, laugardag kl. 17:00 og sunnudag kl. 15:00.
Taka ber fram að sýningin er ekki ætluð ungum börnum.