Vatnslaust á Ísafirði í kvöld

Skrúfað verður fyrir kalt vatn á Ísafirði kl. 22 í kvöld vegna endurnýjunar lagna í Urðarvegsbrekku. Vatnsleysið mun standa í allt kvöld og jafnvel fram á nótt og eru íbúar beðnir um að gera viðeigandi ráðstafanir. Vatnslaust verður á öllum Ísafirði nema hluta efri bæjar, en erfitt er að tilgreina nákvæmlega hvaða hluta.

Einnig má búast við minni vatnsþrýstingi á Eyrinni á Ísafirði meðan framkvæmdir í Urðarvegsbrekku standa yfir.

Lokunin hefur ekki áhrif í Hnífsdal.

Ísafjarðarbær biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem vatnsleysið óhjákvæmilega veldur.

 

DEILA