MERKIR ÍSLENDINGAR – FINNBOGI RÚTUR ÞORVALDSSON

Finn­bogi Rút­ur Þor­valds­son fædd­ist þann 22. janú­ar 1891 í Haga á Barðaströnd.

For­eldr­ar hans voru hjón­in Þor­vald­ur Jak­obs­son, f. 1860, d. 1954, prest­ur í Sauðlauks­dal, síðar kenn­ari í Hafnar­f­irði, og Magda­lena Jón­as­dótt­ir, f. 1859, d. 1942, hús­freyja.

Finn­bogi varð stúd­ent frá Mennta­skól­an­um í Reykja­vík árið 1912. og lauk prófi í bygg­inga­verk­fræði árið 1923 frá Den polytekn­iske Lær­e­anstalt í Kaup­manna­höfn. 

Eft­ir heim­kom­una varð Finn­bogi aðstoðar­verk­fræðing­ur á teikni­stofu Jóns Þor­láks­son­ar en var síðan verk­fræðing­ur hjá Vita- og hafna­mála­skrif­stof­unni 1925-42. Þar gerði hann áætlan­ir, upp­drætti og hafði um­sjón með hafn­ar­gerð á Akra­nesi, Borg­ar­nesi, Sigluf­irði, Ak­ur­eyri og víðar. Hann var enn frem­ur kenn­ari við Iðnskól­ann í Reykja­vík 1924-49. Síðan var Finn­bogi Rút­ur for­stöðumaður und­ir­bún­ings­kennslu í verk­fræði við Há­skóla Íslands 1940-44 og pró­fess­or við verk­fræðideild Há­skól­ans 1945-61.

Finn­bogi var mörg ár for­seti verk­fræðideild­ar og átti sæti í há­skólaráði og var um tíma vara­for­seti þess.

Finnbogi lét fé­lags­mál mikið til sín taka og átti sæti í fjöl­mörg­um nefnd­um. Hann var m.a. formaður Verk­fræðinga­fé­lags Íslands, sat í nefnd til und­ir­bún­ings tækni­skóla og var formaður Íslands­deild­ar alþjóðastúd­enta­skipta. Hann var formaður í stjórn sam­eigna Hvals hf. og Ol­íu­stöðvar­inn­ar hf.

Finn­bogi Rút­ur var sæmd­ur Fálka­orðunni og gull­merki Verk­fræðinga­fé­lags ís­lands.

Eig­in­kona Finn­boga Rúts var Sig­ríður Ei­ríks­dótt­ir, f. 16.6. 1894, d. 23.3. 1986, hjúkr­un­ar­fræðing­ur og formaður Fé­lags ís­lenskra hjúkr­un­ar­kvenna í 36 ár.


Börn þeirra:

Vig­dís Finn­boga­dótt­ir, f. 1930, for­seti Íslands 1980-96, og Þor­vald­ur Finn­boga­son, f. 1931, d. 1952, verk­fræðistúd­ent.

Finn­bogi Rút­ur Þorvaldsson lést þann 6. janú­ar 1973.


Skráð af  Menningar-Bakki.

DEILA