Þrír handteknir í fíkniefnamáli

Á þriðjudag framkvæmdi lögreglan á Vestfjörðum húsleit í tveimur íbúðum á Ísafirði og handtók tvo karlmenn og eina konu í tengslum við rannsókn á fíkniefnamáli. Fólkið, sem allt hefur áður komið við sögu lögreglunnar vegna fíkniefnamála, var í haldi lögreglu fram á nótt.

Við húsleit fundust hjá þessum einstaklingum, ætluð fíkniefni og áhöld sem talin eru tengjast fíkniefnameðhöndlun. Talið er að um sé að ræða um 70 grömm af marijúana og um 80 grömm af hvítum efnum, sem lögreglan telur að vera kókaín og amfetamín.

Auk þessa var einn þremenninganna kærður fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna.

DEILA