Vísindaport – Arkitektúr, aktívismi og sjónræn haffræði
Föstudaginn 13. janúar mun Sigrún Perla Gísladóttir flytja erindið „Arkitektúr, aktívismi og sjónræn haffræði“ í Vísindaporti.
Sigrún Perla Gísladóttir sýnir og segir frá lokaverkefni sínu og Ditte Horsbøl Sørensen frá sjálfbærnideild Arkitektúrskólans í Árósum. Verkefnið “Inhabiting the Roof Archipelago” er hamfaraútópía teiknuð inn í heim þar sem sjávarborð hefur risið, húsin orðin að eyjum og þök þeirra eina landið sem er eftir. Plastið í sjónum jafnframt lifibrauð íbúa og byggingarefni borgarinnar. Þá mun Perla stikla á stóru um skapandi feril sem fléttar saman haffræði, arkitektúr, gjörningalist, siglingum og aktívisma.
Sigrún Perla Gísladóttir (hún/hán) vinnur þvert á listir og vísindi með hafið við sjónarrönd alltaf. Milli grunn- og framhaldsnáms í sjálfbærniarkitektúr lauk hún viðbótardiplómu í Umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands með áherslu á haffræði og vistfræði sjávar. Líkamlegar upplifanir eiga kjarnann í vinnu Perlu sem syndir í sjó og siglir, – er við að verða skipstjóri.
Vísindaportið er opið öllum og hefst stundvíslega klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða á 2. hæð. Erindið fer fram á ensku.
Viðburður Vísindaportsins á Facebook: https://fb.me/e/5GmZircs8 Hlekkur á Webinar: https://eu01web.zoom.us/j/69264952439