Verkfallið skýrir minna aflaverðmæti

Afla­verð­mæti íslenskra skipa í febr­úar var 5,8 millj­arðar króna sem er 53,6% minna en í febr­úar 2016. Þetta kemur fram í tölum sem Hag­stofa Íslands birti í gær. Mik­ill sam­dráttur í afla­verð­mæti skýrist af verk­falli sjó­manna í vetur. Verkfallið hófst í desember og eftir harðvítugar deilur var því aflýst þann 19. febrúar.

Á eins árs tíma­bili frá mars 2016 til febr­úar 2017 nam afla­verð­mæti íslenskra skipa rúmum 118 millj­örðum sem er 19,4% minna en á sama tíma­bili ári fyrr, að því er segir í umfjöllun Hag­stofu Íslands.

Mun­ur­inn á verð­mæti á árs­grund­velli, frá mars til febr­ú­ar, er 28 millj­arðar króna.

DEILA