Uppskrift vikunnar – Kjúklingur í tómatrjómasósu

Eftir allan þennan mikið reykta og þunga mat í maga finnst mér fínt að vera með eitthvað léttara en samt veislulegt um áramótin. Hérna er ein hugmynd. Þetta er uppskrift fyrir svona 3-4.

Innihald:

  • 4 kjúklingabringur
  • 1 pakki beikon
  • 1 askja sveppir
  • 1 rauðlaukur
  • 1 dós tómatpúrra
  • 1 paprika
  • 2 msk. tómatsósa
  • 200 g Philadelphia-rjómaostur
  • 2 1/2 dl matreiðslurjómi
  • salt og pipar

Aðferð:

  1. Skerið kjúklingabringurnar í tvennt.
  2. Hitið olíu á pönnu og brúnið bringurnar og kryddið með salti og pipar. Takið af pönnunni og setjið í ofnfast mót.
  3. Skerið beikonið í bita og steikið á sömu pönnu. Setjið beikonið yfir kjúklinginn.
  4. Steikið sveppi og lauk á pönnu upp úr beikonfitunni.
  5. Hrærið tómatpúrru, paprikukryddi og tómatsósu og blandið út á pönnuna með grænmetinu.
  6. Bætið rjómaosti og mjólk saman við og hrærið þar til rjómaosturinn hefur bráðnað og allt blandast vel saman. Smakkið til með salti og pipar og hellið yfir kjúklinginn.
  7. Setjið inn 200°C heitan ofn í um 20 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.

Verði ykkur að góðu!

Halla Lúthersdóttir.

DEILA