Árið 2021 voru atvinnutekjur kvenna 603 milljarðar kr. eða 41,3% af heildaratvinnutekjum og atvinnutekjur karla voru 858 milljarðar kr. eða 58,7% af heildaratvinnutekjum samkvæmt samantekt Byggðastofnunar
Til viðmiðunar voru konur um 49% af íbúum landsins 1. janúar 2021 en karlar 51%.6 Hlutdeild kvenna í heildaratvinnutekjum hefur aukist um 1,3 prósentustig frá 2012 þegar hún var 39,0%.
Heildaratvinnutekjur kvenna á hvern kvenkyns íbúa landsins voru 3,36 milljónir kr. árið 2021 og atvinnutekjur karla á hvern karlkyns íbúa landsins voru 4,54 milljónir kr., eða 35% hærri (mynd 7).
Árið 2012 voru atvinnutekjur kvenna á hvern kvenkyns íbúa 2,38 milljónir kr. á meðan atvinnutekjur karla á hvern karlkyns íbúa voru 3,70 milljónir kr., eða 56% hærri. Frá 2012-2021 jukust atvinnutekjur kvenna á íbúa um 41,2% en karla um 22,8%.
Bilið á milli atvinnutekna á íbúa hjá körlum og konum var nokkuð misbreitt eftir landshlutum árið 2021. Kynjamunur á atvinnutekjum á íbúa var mestur í landshlutanum með hæstar heildaravinnutekjur á íbúa, þ.e.a.s. á Austurlandi þar sem atvinnutekjur karla á hvern karlkyns íbúa voru 67,2% hærri en atvinnutekjur kvenna á hvern kvenkyns íbúa (mynd 8). Næst mestur munur var á Vesturlandi þar sem atvinnutekjur voru 52,2% hærri hjá körlum en konum. Minnstur kynjamunur hvað varðar atvinnutekjur á íbúa var á Norðurlandi vestra eða 29,5% og næst minnstur á höfuðborgarsvæðinu 30,1%.