Briet Arnardóttir og Arna Margrét systir hennar ákváðu fyrir nokkuð mörgum árum ákvaðu að gleðja samborgara sína og byrjuðu að setja upp jólaljós í skógræktinni á Drengjaholti á Patreksfirði. Þær hafa svo stækkað jólaskóginn með hverju árinu sem líður og kostað þetta allt sjálfar, þar til í ár að þær fengu nokkra styrki til að lýsa skóginn enn betur.
Lions á Patreksfirði, Menningar- og ferðamálaráð Vesturbyggðar og nokkrir einstaklingar í bæjarfélaginu hafa veitt þeim styrk í ár samtals hátt í 300.000 kr. og Arnarlax færði þeim svo nokkur jóladýr og seríur.
Jólaskógurinn hefur aldrei verið eins mikið skreyttur og núna í ár.
Þær minna á að fara varlega um skógræktina og passa sig á snúrunum sem liggja á skógarbotninum.