Halla Birgisdóttir: draugar og annað sem liðið er – sýning 17.12.2022- 8.1. 2023

Halla Birgisdóttir. Mynd:aðsend.

Laugardaginn 17. desember kl. 16 verður opnun sýning á verkum Höllu Birgisdóttur í Úthverfu á Ísafirði. Sýningin ber heitið ,,Draugar og annað sem er liðið‘‘  og stendur til sunnudagsins 8. janúar.  Listakonan verður viðstödd opnun sýningarinnar og boðið verður uppá léttar veitingar

Halla Birgisdóttir (f. 1988) býr og starfar í Reykjavík. Hún notar teikningar og texta til þess að skapa brotakennd frásagnarrými sem birtast áhorfendum m.a. sem innsetningar, bókverk og veggteikningar. Hún kallar sig myndskáld. www.hallabirgisdottir.org

Á sýningunni Draugar og annað sem er liðið má sjá 44 myndljóð sem fjalla um minningar, tilfinningar og annað sem ásækir okkur. Í gamla daga var algengt að fólk sæi drauga í því kolniðamyrkri sem það bjó við. Hvernig sjáum við drauga í okkar upplýsta samfélagi? Eru til hversdagslegir draugar? Skilur allt sem við gerum eftir sig ummerki? Myndljóðin eru sýnd í samspili við veggteikningu sem kallast Við skiljum eftir okkur ummerki. Samhliða verkunum kemur út bókverk þar sem finna má teikningarnar af sýningunni.

DEILA