Þann 18. desember, á fjórða sunnudegi í aðventu mun hópur ísfirskra tónlistarmanna halda hátíðlega jólatónleika í Ísafjarðarkirkju.
Efnisskrá tónleikanna er bæði fjölbreytt og hátíðleg og mun vafalaust koma tónleikagestum í jólaskapið.
Hópurinn sem að tónleikunum stendur er skipaður þeim Dagnýju Hermannsdóttur, Guðmundi Hjaltasyni, Jóni Hallfreð Engilbertssyni, Stefáni Jónssyni og Svanhildi Garðarsdóttur.
Þau munu fá til sín þrjá gestasöngvara á tónleikunum sem eru þau Sigrún Pálmadóttir sópransöngkona, Andri Fannar sem hefur náð miklum vinsældum undir listamannsnafninu HÚGÓ og svo hin unga og efnalega Sigurbjörg Danía Árnadóttir.
Vegna óvæntra aðstæðna er nú einnig að bætast í listamannahópinn Pétur Ernir Svavarsson sem um þessar mundir stundar nám við Royal Academy of Music í London. Hann kemur heim í jólafrí í vikunni og mun stökkva inn sem píanóleikari á tónleikunum.
Tónleikarnir hefjast kl. 17:30 á sunnudaginn og er miðasala á tix.is, en einnig verður hægt að kaupa miða við innganginn.