Hádegistónleikar Tónlistarskóla Ísafjarðar verða í Hömrum á morgun þriðjudaginn 6.desember klukkan 12:05-12:25.
Á þessum tónleikum spilar hinn bráðefnilegi píanóleikari og núna kennari við Tónlistarskólann Oliver Rähni.
Á efnisskránni eru:
F. Mendelssohn –
Ljóð án orða op. 62 nr. 6 “Vorljóð”
Ljóð án orða op. 19 nr. 3 “Veiðiljóð”
R. Schumann –
Aufschwung úr Fantasiestücke op. 12
F. Schubert –
Valse sentimentale í A-dúr
Vals í Ges-dúr “Kupelwieser-Walzer”
F. Chopin –
Pólónesa í cís-moll op. 26 nr. 1
E. Lecuona –
Malagueña úr Suite Andalucía
Upplagt er að nota hádegishléið til að sækja sér andlega næringu í önn dagsins.