Á mánudaginn hefst hreyfivika UMFÍ og stendur hún fram á sunnudag. Héraðssamband Vestfiðinga og Ísafjarðarbær taka að venju þátt. Frítt er í allar sundlaugar Ísafjarðarbæjar alla daga hreyfivikunnar, farið er í gönguferðir og fjallgöngur, skokk og jóga. Boðið er upp á kynningu á strandblaki, kajakróðri, jóga og ýmislegt fleira. Bæjarbúar eru hvattir til að taka þátt og auka hreyfingu nú í byrjun sumars.
Fyrsti viðburður hreyfiviku 2017 verður líkt og fyrri ár gönguferð upp í Naustahvilft kl. 6 að morgni mánudags. Safnast verður saman við bílastæðið neðan Hvilftar og gengið upp í rólegheitum. veðurspá mánudagsmorguns hljóðar upp á hæga austlæga átt og 7-10 gráðu hita.