Selasetur Íslands og Hafrannsóknarstofnun, rannsókna- og ráðgjafastofnun hafs og vatna endurnýjuðu samstarfssamning sinn í lok október 2022.
Samkomulagið kveður á um eflingu á rannsóknum á selum við Ísland á starfsstöðinni á Hvammstanga. Þá sérstaklega vöktun á stofnstærð útsels og landsels.
Auk þess að sinna gagnasöfnun og rannsóknum sem stuðla að bættri ráðgjöf í samræmi við stjórnunarmarkmiða stjórnvalda.
Aðilar eru sammála um að leita leiða til að fjölga starfsmönnum þannig að styrkja megi rannsóknarstarfsemi Selaseturs Íslands og starfsstöð Hafrannsóknarstofnunar á Hvammstanga. Samkomulagið er ótímabundið.