Bæjarráð Hornafjarðar krefst þess að norðaustur/suðvestur-flugbrautin á Reykjavíkurflugvelli verði opin í neyðartilfellum á meðan aðrar lausnir í sjúkraflutningum séu ekki tiltækar. Bærinn sé afskekktur og langt sé í næstu aðstoð þegar þörf sé á liðsauka. Frá þessu var sagt hjá Ríkisútvarpinu.
Þar kom fram að sjúkraflugvél frá Mýflugi gat ekki flutt hjartveikan sjúkling frá Höfn í Hornafirði til Reykjavíkur vegna veðurs heldur þurfti að fara með hann til Akureyrar. Flugmaður hjá Mýflugi sagði í færslu á Facebook að þeir hefðu við þessar aðstæður getað nýtt sér norðaustur/suðvestur-flugbrautina en henni var lokað um mitt síðasta ár.
Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, segir ferlegt ef ekki sé hægt að lenda sjúkraflugvél í Reykjavík: „Við höfum ekki rætt neyðarbrautina sérstaklega eftir þessar fréttir að austan. Það er auðvitað alveg ferlegt ef ekki er hægt að lenda sjúkraflugvél í Reykjavík af mannavöldum, þar sem öflugasta sjúkrahús er landsins er staðsett. Það var samt gott að ástand sjúklings var þeim þeim hætt að hægt var að sinna honum á sjúkrahúsinu á Akueyri, því annars hefði getað farið verr.“