Standa við fullyrðingar um lyfjalaust eldi

Arnarlax ætlar ekki að breyta upplýsingum á vefsíðu sinni um að fyrirtækið gefi hvorki sýklalýf né noti kemískar aðferðir við aflúsun. Í Spegli Ríkisútvarpsins í gær var haft eftir Kristian Matthíassyni, forstjóra Arnarlax, að efnið sem fyrirtækið ætlar að nota við aflúsun sé skordýreitur, en ekki lyf.

Lyfið sem á að nota heitir Alpha Max og er þekkt lúsalyf.

Skjáskot af vefsíðu Arnarlax.

Afurðir Arnarlax eru með vottanir frá hinni kröfuhörðu Whole Foods keðju í Bandaríkjunum. Í stöðlum fyrir vottanir Whole Foods kemur fram að allur lax sem fyrirtækið selur sé algjörlega laus við skordýraeitur. Eða eins og það er orðað á vefsíðu Whole Foods: Our salmon are raised in carefully monitored, low-density pens and tanks without antibiotics, pesticides or added growth hormones [undirstrikun frá blaðamanni].

 

DEILA