Hafnasambandið: Þórdís Sif í stjórnina

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar.

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð var kjörin í stjórn Hafnasambandsins á þingi þess fyrir síðustu helgi. Rebekka Hilmarsdóttir fyrrv. bæjarstjóri gekk úr stjórn.

Ísfirðingurinn Gunnar Tryggvason frá Faxaflóahöfnum var einnig kjörinn í stjórnina.

Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri í Hafnarfirði, fékk endurnýjað umboð til að leiða Hafnasambandið næstu tvö ár en auk hans sitja áfram í stjórninni þau Pétur Ólafsson, Hafnasamlagi Norðurlands og Alexandra Jóhannesdóttir frá Skagastrandarhöfnum. Þá sitja varamennirnir Björn Arnaldsson, frá Höfnum Snæfellsbæjar, og Hanna Björg Konráðsdóttir Reykjaneshöfn áfram.

Ný inní stjórnina koma þau Gunnar Tryggvason frá Faxaflóahöfnum, Arnfríður Eide Hafþórsdóttir Fjarðabyggðahöfnum, Þórdís Sif Sigurðardóttur Vesturbyggð og Elliði Vignisson Þorlákshöfn. Þá var Dóra Björk Gunnarsdóttir frá Vestmannaeyjahöfn kjörin í varastjórn.

DEILA