Mikið líf hefur verið í Patrekshöfn síðustu daga. Nýi togarinn Vestri BA landaði 62 tonnum í gær eftir nokkurra daga veiðiferð á botnvörpu. Patrekur BA er á dragnótaveiðum og hefur komið með um 40 tonn í síðustu þremur veiðiferðum.
Núpur BA er gerður út á línu og hann landaði í síðustu viku 43 tonnum.