Ísland er með næstbesta heilbrigðiskerfi í heimi, samkvæmt umfangsmikilli rannsókn á heilbrigðiskerfum heimsins. Niðurstöður voru birtar í The Lancet, einu virtasta og elsta læknatímariti heims, fyrir helgi.Um er að ræða útreikning á heilbrigðisvísitölu sem er reiknuð út frá aðgengi og gæðum heilbrigðisþjónustu með tilliti til dánartíðni af viðráðanlegum sjúkdómum. Heilbrigðisvísitala Íslands reiknast sem 94 af 100 mögulegum og er það rétt á eftir Andorra sem trónir á toppnum með 95 af 100. Sviss er í þriðja sæti með 92 og Noregur og Sví- þjóð saman í fjórða með 90 stig.
Heilbrigðisvísitala er reiknuð út frá aðgengi og gæðum heilbrigðisþjónustu með tilliti til dánartíðni af viðráðanlegum sjúkdómum. Rannsóknin tekur til 195 landa og skoðaðar eru upplýsingar frá árunum 1990 til 2015.