Tap í Vesturbænum

Frá leik Vestra fyrr í sumar.

Vestri lék fyrsta útileik tímabilsins í gær þegar liðið lék við Knattspyrnufélag Vesturbæjar (KV) á KR-vellinum í Vesturbæ Reykjavíkur. Vestri hafði sigrað báða leiki sína í deildinni en KV var án sigurs, höfðu unnið einn leik og gert eitt jafntefli. Leikurinn var í rólegri kantinum og markalaust í hálfleik. Á 83. mínútu dró til tíðinda þegar KV fékk vítaspyrnu sem Jón Kári Ívarsson skoraði úr. Fleiri urðu mörkin ekki og KV sigraði 1-0.

Vestri er í þriðja sæti deildarinnar með sex stig.

Næsti leikur Vestra er við Völsung frá Húsavík á laugardaginn. Leikið verður á Torfnesvelli á Ísafirði.

DEILA