Hljómsveitin Dimma heldur stórtónleika í Edinborgarhúsinu á menningarhátíðinni Veturnóttum, laugardaginn 22. október.
Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og fara fram í Edinborgarsal. Miðasala á Tix.
Í ár fagnar DIMMA 10 ára afmæli útgáfu plötunnar Myrkraverk en hún markaði tímamót í sögu hljómsveitarinnar með nýrri liðskipan auk þess sem allir textar voru sungnir á íslensku.
Skemmst er frá því að segja að Myrkraverk fékk gríðargóðar viðtökur, seldist vel og færði DIMMU á hærra plan.
DIMMA mun á tónleikunum flytja Myrkraverk í heild sinni ásamt mörgum af sínum vinsælustu lögum.Um sitjandi tónleika er að ræða.
Meðlimir DIMMU eru:
Stefán Jakobsson: Söngur
Ingó Geirdal: Gítar
Silli Geirdal: Bassi
Egill Örn Rafnsson: Trommur
Tónleikarnir eru studdir af Uppbyggingarsjóði Vestfjarða.
Staðsetning og tími: Edinborgarsal 22. október, kl. 21:00