Kaffi Sól í Önundarfirði

Guðrún Halla Óskarsdóttir vert á Kaffi Sól

Undir hinum fagra Breiðadalsstiga í Önundarfirði stendur bærinn Neðri Breiðadalur og þar var á laugardaginn opnað lítið kaffihús. Húsfreyjan Guðrún Hanna Óskarsdóttir áformar að bjóða upp á sitthvað þjóðlegt með kaffinu, til dæmis hinar frægu og gómsætu vestfirsku hveitikökur.

Vestfirskar hveitikökur með hangikjeti

Húsbóndinn á bænum, Halldór Mikkaelsson, lagðist í berjatínslu á liðnu hausti og fyrir utan hina hefðbundnu rabarbarasultu með pönnsunum býður Gunna upp á bragðgóðan og meinhollan berjarjóma, bruggaðan úr berjum bóndans og væntanlega vestfirskum Örnurjóma. Rúgbrauð og kanilsnúðar leynast sömuleiðis á matseðlinum.

Árni á Vöðlum greip í nikkuna.

Neðri Breiðadalur er vel í sveit sett, stendur rétt við gatnamótin til Flateyrar og býður upp á ægifagurt útsýni yfir allan Önundarfjörð. Sólin skín þar lengur menn eiga að venjast, hér á milli fjallana.

Heimreiðin
DEILA