Dagskrá Vesturnátta 2022 á Ísafirði hófst í gær með ljósamessu í Ísafjarðarkirkju og stendur hátíðin fram á næsta sunnudag.
Ljósamessan er kvöldmessa með suður amerískum sálmum Kór Ísafjarðarkirkju söng. Organisti var Tuuli Rähni og prestur var sr. Magnús Erlingsson.
Í dag verður kl 12 opnuð sýning Soffíu Sæmundsdóttur í sal Listasafns Ísafjarðar. Á sýningunni eru málverk á striga, tréplötur og pappír þar sem viðfangsefnið er landslag á Suðurlandi og aðrir áfangastaðir. Um sýninguna segir í kynningu: Ferðir manneskjunnar skapa áhugaverðar tengingar. Áferð, rými og saga, persónuleg og almenn spila inn í upplifun verkanna.
Sýningin er opin kl. 12-18 virka daga og 13-16 laugardag.
Daglega verður nýir viðburðir og nær hátíðin hámarki á laugardaginn.
Dagskrá hátíðarinnar:
https://www.isafjordur.is/is/stjornsysla/frettir-og-utgafa/frettasafn/dagskra-veturnatta-2022