Samband vestfirskra kvenna með aðalfund á Patreksfirði

Laugardaginn 24. september s.l. hélt Samband vestfirskra kvenna aðalfund sinn á Patreksfirði.

Sambandið var stofnað 1930. Innan SVK eru 11 kvenfélög og eru kvenfélagkonur 264.. Elsta félag innan SVK er Von á Þingeyri stofnað 1907 yngst er Sunna í Reykjarfjarðarhreppi stofnað 1971.

Stjórn Sambands vestfirskra kvenna skipa nú þær Gyðja Björg Jónsdóttir formaður, Steinunn Guðmundsdóttir ritari, Guðrún Anna Finnbogadóttir gjaldkeri, í varastjórn eru Oddný Kristjánsdóttir, Tara Óðinsdóttir og Silja Björg Ísafoldardóttir.

Árið 2021 gáfu kvenfélög á Vestfjörðum 2.333.028- kr. til líknarmála, 175.000.- kr. til menntamála og 152.718.- kr. til menningarmála samtals eru þetta gjafir og styrkir upp á 2.660.746- kr.

Á fundinum var gerð eftirfarandi ályktun sem send var til heilbrigðisráðherra og afrit til Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

Kvenfélög á Íslandi hafa á umliðnum áratugum staðið fyrir fjársöfnunum til tækjakaupa og stuðnings við heilbrigðismál á landsvísu og í heimabyggð. Þannig hafa kvenfélögin átt drjúgan þátt í uppbyggingu heilbrigðiskerfis sem lengi hefur verið í fremstu röð.

Nú virðast brotalamir í kerfinu blasa við, langir biðlistar og alvarlegur mönnunarvandi. Fundurinn skorar á yfirvöld heilbrigðismála að unnið verði hratt að því að leysa á farsælan hátt úr hinum bráða uppsafnaða vanda sem skapast hefur nú.

DEILA