„Það skiptir miklu máli fyrir fólk sem missir heilsuna að eiga möguleika á þjónustu sem VIRK veitir til komast aftur til heilsu og vinnu“, segir Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir ráðgjafi VIRK á Vestfjörðum „Satt að segja er oftast um að ræða mikið álag á mörgum vígstöðvum sem veldur heilsubresti hjá fólki. Þeir sem koma til mín eru á öllum aldri, frá tvítugu og fram á eftirlaunaaldur.“
Rætt er við Sigríður Huldu á vef Virk starfsendurhæfingarsjóðs. Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir hefur verið ráðgjafi VIRK á Vestfjörðum síðustu þrjú ár. Hún býr í Bolungarvík en svæðið sem hún þjónustar er allur Vestfjarðakjálkinn og gott betur.
Sigríður segir að þeir sem leiti til Virk geri það af fjölbreyttum ástæðum. „Algengir eru stoðkerfisverkir svo og einkenni áfalla, einnig langvarandi streituog álagseinkenni – jafnvel allt þetta. En mér finnst ég sjá núna töluvert af einkennum kulnunar – örmögnunar.“
veitt er fjölbreytt þjónusta. „Til dæmis er sálfræðimeðferð veitt hér í gegnum netið, hópameðferðir og fræðsla. Staðbundin hér eru námskeið af ýmsu tagi, vatnsleikfimi, jóga og fleira.“
Virk rekur Starfsendurhæfingarstöð Vestfjarða. Hún er staðsett á Ísafirði. Sigríður Hulda segir að þar sé boðið upp á ýmis úrræði. „Nefna má úrræði sem kallað náttúruendurhæfing – það er úrræði sem á sér stað úti í náttúrunni, svo sem göngur og ræktun á ýmiskonar plöntum. Í raun kallar þetta úrræði á viðveru úti í náttúrunni, þess vegna í fjöru, inni í skógi, upp á fjalli og jafnvel bara úti í garði.“
Viðtalið í heild:
Fjarúrræði virka mjög vel | VIRK Starfsendurhæfingarsjóður.