Edinborg: Rekaviður – lifandi arkív

Heimildarmyndin Rekavíður – lifandi arkív verður sýnd í Edinborgarhúsinu laugardaginn 15. október kl. 20:00. Myndin er eftir tvíeykið Kollektiv Lichtung sem saman stendur af þeim Ines Meier og Inka Dewitz. Sýning myndarinnar og er hluti af alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni PIFF sem fram fer á Ísafirði dagana 13.-16. október.  Hluti af verkefninu er einnig sýning á myndlistarverkum í Gallerí úthverfu á Ísafirði en þar tekur einnig þátt listakonan Pat Burk sem sýnir margskonar húsbúnað sem unnin er úr reka. Opnun sýningarinnar í Gallerí Úthverfu er föstudaginn 14. október kl. 16:00. 

Rekaviður er alltumlykjandi í sögu og menningu Íslands. Hann er í miðlægu hlutveri í sköpun norrænna goðsagna og var ein mikilvægasta auðlindin landsins um aldir og skipaði stórann sess í því að það byggðist. Rekaviðurinn á íslenskum ströndum er upprunninn í Norður Ameríku og Evrasíu og táknar einskonar lifandi arkív því á ferðum sínum um heimskautasvæðið skrásetur hann loftslagsbreytingar undanfarinna 12.000 ára.

Rekaviður – Driftwood, a Living Archive“ er listrænt rannsóknarverkefni sem hefur það að markmiðið að auka vitund um loftslagsbreytingar á heimskautasvæðinu með því að fylgja eftir ferð rekaviðarins ásamt því að kafa í mikilvægt hlutverk hans fyrir íslenska sögu og menningu.

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni www.rekavidur.com.

Opnunartímar:
Föstudaginn 14. október, kl. 16:00: Opnun í Gallerí úthverfu
Laugardaginn 15. október, kl. 12:00 – 18:00, sýning opin í Gallerí úthverfu
Laugardaginn 15. október, kl. 20:00, sýning heimildarmyndarinnar í Edinborgarhúsinu
Sunnudaginn 16. október, kl. 12:00 – 15:00, sýning opin í Gallerí úthverfu.
Opnunartímar þess hluta myndlistasýningarinnar sem fram fer í Edinborgarhúsinu eru á opnunartíma hússins.

Aðgangur að kvikmyndasýningunni í Edinborgarhúsinu er ókeypis.

Nánar um Kollektiv Lichtung:

Ines Meier lærði ljósmyndun við Listaháskólann í Braunschweig og við École nationale supérieure des Beaux-arts í Paris. Hún er verkefnastjóri við New School for Photography í Berlín og starfar sem blaða- og listakona.

Inka Dewitz er kvikmyndagerðar- og tónlistakona. Hún lærði landbúnaðar og þróunarfræði við Humboldt háskóla í Berlín og kvikmyndaframleiðslu við Filmhaus Köln/HFF babelsberg. Hún hefur starfað fyrir BBC World Service og fm.a. framleitt verðlaunaðar heimildarmyndir.

Saman reka þær framleiðsluvettvanginn Kollektive Lichtung sem einbeitir sér að umhverfistengdum verkefnum. 

Staðsetning og tími: Edinborgarsal 15. október, kl. 20:00

DEILA