Handbolti: Hörður fær þrjá nýja leikmenn

Handknattleiksdeild Harðar hefur gert samninga við þrjá brasilíska leikmenn sem munu spila með liðinu í efstu deildinni í handknattleik í vetur.

Það eru þeir Jhonatan Cristiano Ribeiro Dos Santos, Guilherme Carmignoli De Andrade og Jose Esteves Lopes Neto.

Jhonatan er 24 ára miðjumaður sem kemur frá Sorocabo í Brasilíu eftir að félagið kláraði úrslitakeppnina. Jose Esteves Lopes Neto er örvhentur leikmaður U23 ára landsliðs Brasilíu. Hann spilar núna fyrir Corinthians Guarulhos – VEGUS og var keppnistímabili þeirra að ljúka í fyrradag.

Guilherme Carmignoli De Andrade er 21 árs brasilísk skytta sem gengin er til liðs við Hörð frá Nacional Handebol í Brasilíu. Guilherme spilar jafnt sem skytta vinstra megin, miðjumaður eða vinstri hornamaður eftir þörfum. Guilherme er fastamaður í brasilíska U21 landsliðinu og hefur jafnframt spilað fyrir U23 hjá Brasilíu.

DEILA