Sefur þú, jarðarber?

Berta Dröfn Ómarsdóttir sópran og Svanur Vilbergsson gítarleikari flytja efnisskrá byggða á þjóðlögum frá Íslandi, Frakklandi, Spáni og Búlgaríu, í sal Tónlistarskóla Ísafjarðar föstudaginn 23 september kl. 20:00


Berta Dröfn Ómarsdóttir sópran og Svanur Vilbergsson gítarleikari hafa m.a. komið fram saman á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði, Óperudögum í Reykjavík, Listahátíð Samúels Jónssonar og á Skriðuklaustri, þar sem þau fluttu nýlega ljóðaflokkinn The Divan of Moses Ibn Esra eftir Mario Castelnuovo Tedesco í heild sinni.

Berta og Svanur eru forsvarsmenn listahópsins Mela sem staðið hefur að fjölmörgum frumflutningum á nýrri tónlist og ber þar helst að nefna óperuna Ravens Kiss eftir tónskáldið Evan Fein sem sett var upp á Seyðisfirði 2019 og frumflutning á verkinu Nóttin, komin til að vera eftir Friðrik Margrétar – Guðmundsson við ljóð Ingunnar Snædal.

DEILA