Fjórðungsþing: Ísafjarðarbær vill þjóðgarð

Nanný Arna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi færði sig í skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd

Fulltrúar Ísafjarðarbæjar flytja á Fjórðungsþingi Vestfirðinga, sem nú stendur yfir á Patreksfirði, tillögu um þjóðgarð á Vestfjörðum. Í tillögunni er skorað skorað á umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að taka upp vinnu við stofnun þjóðgarðs á sunnanverðum Vestfjörðum í samstarfi við sveitarfélög á Vestfjörðum.

„Markmið með þjóðgarði er að vernda og varðveita einstakt svæði sem inniheldur m.a friðlandið í Vatnsfirði og tvö náttúruvætti, Dynjanda og Surtarbrandsgil, til framtíðar“ segir í ályktunartextanum. Þá segir að í drögum að
friðlýsingarskilmálum sé sérstaklega tekið tillit til núverandi nýtingar innan svæðisins sem og nauðsynlegrar innviðauppbyggingar m.a. veglagningu um Dynjandisheiði. Lögð er áhersla á að „ekki verði settar íþyngjandi takmarkanir við framtíðarorkuöflun innan marka þjóðgarðsins, viðhald og endurnýjun raflína og orkumannvirkja verði ekki takmörkuð sem og uppbygging samgöngumannvirkja, m.a. á Dynjandisheiði.“

Flutningsmaður er Nanný Arna Guðmundsdóttir fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

DEILA