Smíði nýrrar réttar við Krossárósa í Bitrufirði er nýlega lokið og ber hún nafnið Krossárrétt.
Réttað verður í Krossárrétt í fyrsta sinn laugardaginn 10. september kl 16:00.
Smíði réttarinnar gekk vel undir forystu þeirra Ragnars Bragasonar og Reynis Björnssonar sem ásamt Birni Pálssyni, Jóni Stefánssyni, Magnúsi Sveinssyni, Þórði Sverrissyni , Matthíasi S. Lýðssyni, Ágústi Helga Sigurðssyni, Gretti Erni Ásmundssyni og fleirri komu að þessu verkefni.