Skjaldborg 2022: verðlaunamyndir sýndar í Bíó Paradís

Laugardaginn 17. september verður brot af dagskrá Skjaldborgar 2022 sýnt í Bíó Paradís í Reykjavík, en hátíðin var haldin um hvítasunnuna á Patreksfirði. Þær þrjár sem myndir hlutu verðlaun á hátíðinni verða á dagskrá; Velkominn Árni sem hlaut áhorfendaverðlaunin Einarinn, Hækkum Rána sem hlaut dómnefndarverðlaunin Ljóskastarann auk Thinking about the Weather sem hlaut hvatningarverðlaun dómnefndar og verður sýnd í dagskrárhólfi með þremur öðrum stuttmyndum. Spurt og svarað með aðstandendum myndanna verður í kjölfar sýninga.

Kjörið tækifæri fyrir þá sem misstu af Skjaldborgarhátíðinni að sjá þessi verk í kvikmyndahúsi.

Miðasala á Bíó Paradís.

DEILA