Sigsteinn Grétarsson ráðin sem forstjóri Skagans 3X og BAADER Ísland

BAADER hefur ráðið Sigstein Grétarsson í stöðu forstjóra Skagans 3X og Baader á Íslandi. Sigsteinn er margreyndur stjórnandi og leiðtogi með margþætta reynslu af alþjóðaviðskiptum og  matvælatækni segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Ráðningin er liður í að styrkja enn frekar stöðuna í íslenska hluta fyrirtækisins sem samanstendur af BAADER Ísland og Skaginn 3X.  Haft er eftir Robert Focke forstjóra BAADER Fish í Þýskalandi að þetta sé mikilvæg ráðning til að styrkja íslenska stjórnendateymið og að ráðningin sé lykil skref í áætlunum um að vera óumdeildur leiðtogi í heildarkerfum fyrir mismunandi tegundir fisks.    

Aðspurður segir Sigsteinn að það séu spennandi verkefni framundan „BAADER hefur verið hornsteinn í Íslenskum sjávarútvegi í yfir 60 ár og hefur við góðan orðstír leitt sjálfvirkni í tækjabúaði.  Verkefnin halda áfram og við ætlum okkur að vera sá aðili sem er leiðandi í góðu samstarfi við íslenskan sjávarútveg.“      

DEILA