Stjórnendafélögin tvö innan KÍ, Félag stjórnenda leikskóla annars vegar og Skólastjórafélag Íslands hins vegar, hafa hvort um sig skrifað undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Skrifað var undir samningana í gær.
Annars vegar var það Félag stjórnenda leikskóla og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og er gildistími hins nýja samnings er frá 1. janúar 2022 til 31. september 2023.
Eftir helgina verður efnt til kynningarfunda um innihald og helstu atriði hins nýja samnings. Um staðfundi og fjarfundi verður að ræða og verður nánar greint frá þeim á allra næstu dögum.
Hins vegar var það Skólastjórafélag Íslands og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga sem skrifuðu undir nýjan kjarasamning. Gildistími samningsins er sá sami og í fyrri samningnum frá 1. janúar 2022 til 31. september 2023.
Kjarasamningurinn verður kynntur félagsmönnum SÍ eftir helgi og í framhaldinu verður gengið til atkvæða um samninginn.