Ísafjörður: Tækniþróunarsjóður með kynningarfund

Tækniþróunarsjóður mun á morgun þriðjudaginn 23. ágúst halda kynningarfund á skrifstofu Vestfjarðastofu í Vestrahúsinu og í streymi á netinu milli 10:00-11:00.

Dagskrá

Á fundinum mun Svandís Unnur Sigurðardóttir, sérfræðingur á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís, gera grein fyrir helstu styrkjaflokkum Tækniþróunarsjóðs.

Fjallað verður um styrkjaflokkana:

  • Tækniþróunsjóð en umsóknarfrestur er 15. september n.k.
  • Skattafrádráttur vegna rannsóknar og þróunarkostnaðar 3. október n.k.
  • Eurostar – 3 verkefni ESB um fjármögnun lítilla og meðalstóra rannsóknar og þróunarfyrirtækja. Verkefnis er samstarfsverkefni 37 landa þar sem leitast er eftir að leiða saman atvinnulíf, menntastofnanir þvert á landamæri.

Dóra Hlín Gísladóttir frá Kerecis mun að lokum lýsa stuttlega hvernig þau nálgast umsóknavinnu sína og hvað er mikilvægt í þeirra huga varðandi vinnu við styrkjaumsóknir.

Reynsla vestfirskra nýsköpunarfyrirtækja er góð á styrkjum frá Tækniþróunarsjóði er góð, en fyrirtækin hafa 100% árangri á umsóknum sínum vegna skattafrádráttar.

Fundurinn er opinn og eru allir sem starfa við nýsköpun og vilja nýta sér styrki Tækniþróunarsjóðs hvattir til að mæta

DEILA